Ferill 860. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1594  —  860. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnað vegna þeirra.


     1.      Hverjar eru lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins og hver hefur árlegur kostnaður við hverja þeirra verið frá 2021?
    Eftirfarandi tafla sýnir árlegan kostnað við lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins árin 2021–2023.

Skipuð 2021 2022 2023
Vísindasiðanefnd 2023 69.129.688 77.219.208 60.303.020
Stöðunefnd lækna 2022 2.244.347 2.188.187 2.483.205
Stöðunefnd framkvæmdastjóra hjúkrunar 2022
Notendaráð heilbrigðisþjónustu 2022
Teymi sérfræðinga um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni 2022
Sóttvarnaráð 2021
Lyfjanefnd Landspítala 2021
Samstarfsnefnd um sóttvarnir 2020
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins 2020 11.896.616 13.661.242 13.661.317
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Vesturlands 2020 1.397.978 1.385.338 1.569.523
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Vestfjarða 2020 239.747 125.587 105.583
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Norðurlands 2020 3.231.318 2.997.517 3.019.581
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Austurlands 2020 547.436 387.169 442.616
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Suðurlands 2020 2.257.675 2.631.138 2.438.264
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Suðurnesja 2020 678.146 565.241 1.025.206
Sameiginlegur tölvukostnaður allra færni- og heilsumatsnefnda á landinu 5.675.053 6.146.755 6.705.302
Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana 2021 2.761.099 1.672.350 2.589.195

     2.      Hvaða aðra starfshópa og nefndir hefur ráðherra sett á laggirnar og hver hefur árlegur kostnaður við hverja þeirra verið frá 2021?
    Í eftirfarandi töflu eru upplýsingar um alla starfshópa og nefndir sem ráðherra hefur skipað frá árinu 2021, jafnt tímabundnar sem varanlegar nefndir. Upplýsingar um árlegan kostnað vegna nefnda sem skipaðar hafa verið árið 2024 liggja ekki fyrir.

Skipuð 2021 2022 2023 Athugasemdir
Mats- og hæfisnefnd um sérnám lækna 2024 Endurskipuð frá mars 2024
Undirbúningshópur um stofnun EMT-sveitar 2024
Starfshópur um áfengis- og vímuvarnastefnu 2024
Starfshópur um kortlagningu sjálfvirkra stuðtækja 2024
Starfshópur nýrrar sjálfsvígsforvarnaáætlunar 2024
Starfshópur um húsnæðismál endurhæfingarstofnana 2024
Samráðshópur um aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til fimm ára 2024
Starfshópur um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem búa við ofbeldi 2024
Starfshópur um almenna líknarmeðferð á hjúkrunarheimilum 2023
Nefnd um grænbók um stöðu ADHD-mála á Íslandi 2023
Vinnuhópur um gerð draga að landsáætlun um sjaldgæfa sjúkdóma 2023 Lauk störfum 13. mars 2024
Geðráð 2023 743.829
Starfshópur um framtíð læknisþjónustu á Íslandi 2023
Starfshópur vegna starfshlutfalls ljósmæðra 2023
Starfshópur um stefnu í skaðaminnkun 2023
Starfshópur um stefnu í munnheilsu á Íslandi til ársins 2030 2023
Verkefnahópur um mönnunarviðmið í hjúkrun 2023
Starfshópur um þjónustu talmeinafræðinga 2023
Starfshópur sem á að skýra og samræma fyrirkomulag varðandi aðkomu heilbrigðisstarfsmanna, þegar kemur upp grunur um kynferðisofbeldi í garð barna 2023 Lauk störfum 6. nóv. 2023
Starfshópur til að fylgja eftir tillögum í greinargerð starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um yngra fólk á hjúkrunarheimilum 2023
Verkefnahópur um fyrirkomulag við gerð kerfiskennitalna/gervikennitalna 2023
Starfshópur um verkefnið Öflug sjúkrahúsþjónusta í dreifbýli 2023 Lauk störfum 18. okt. 2023
Starfshópur um heildarendurskoðun laga um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000 2023
Fagráð Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar 2022
Starfshópur um leiðir til að jafna aðgang að sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu 2022 Lauk störfum 13. júlí 2023
Stýrihópur um þróun og stefnumótun um stafrænar lausnir og heilbrigðistæknilausnir við veitingu heilbrigðisþjónustu 2022
Starfshópur um fyrirkomulag vegvísunar í heilbrigðiskerfinu 2022 Lauk störfum 14. apríl 2023
Starfshópur um aðgerðir til varnar útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería 2022
Vinnuhópur sem falið er að endurskoða lög um geislavarnir, nr. 44/2002, í heild sinni 2022
Starfshópur um framtíðarsýn húsnæðis geðþjónustu á Landspítala 2022 1.118.781 Lauk störfum 1. mars 2023
Verkefnastjórn um innleiðingu verklags vegna liðskiptaaðgerða 2022 Lauk störfum 1. nóv. 2023
Starfshópur um aukna lyfjafræðilega þjónustu í apótekum, hvítbók og tillögur 2022
Endurhæfingarráð 2022
Vinnuhópur um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi hjúkrunarheimila 2022 2.968.000 Lauk störfum 15. des. 2023
Starfshópur um útgáfu vottorða samkvæmt reglugerð á grundvelli 19. gr. laga nr. 34/2012 2022 Lauk störfum 22. jan. 2023
Samráðshópur um sjúkraflug, samkvæmt tillögu starfshóps frá 2018, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi 2022 Lauk störfum 10. okt. 2023
Starfshópur um endurskoðun refsiábyrgðar heilbrigðisstarfsfólks 2022 Lauk störfum 17. feb. 2023
Samráðshópur um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 2022
Starfshópur um afglæpavæðingu neysluskammta 2022
Vinnuhópur um samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu 2022 Lauk störfum 15. maí 2023
Starfshópur til að greina mál yngri einstaklinga á hjúkrunarheimilum 2022 Lauk störfum 8. jan. 2023
Starfshópur um offitu, holdafar, heilsu og líðan 2021 Lauk störfum 22. feb. 2024
Vinnuhópur um framkvæmd COVID-19 bólusetningar 2021–2023 2021 Lauk störfum í júní 2023
Starfshópur vegna reglugerðar um leyfi til notkunar lyfja af mannúðarástæðum 2021 Lauk störfum með birtingu reglugerðar 12. apríl 2023
Landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu 2021 3.267.846 6.562.257 7.667.855
Starfshópur um heildarendurskoðun á eftirlitsákvæðum laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu 2021 Lagður niður 27. sept. 2023
Viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu 2022 Lauk störfum 20. des. 2022
Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu ráðuneytisstjóra 2022 1.275.408 Lauk störfum 21. nóv. 2022
Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu 2021 1.682.374 Lauk störfum 1. mars 2021
Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu 2021 1.135.742 Lauk störfum 2. júlí 2021
Samráðshópur til að fjalla nánar um afstöðu notendahópa til mögulegra breytinga á lögum um réttindi sjúklinga hvað viðkemur beitingu nauðungar á heilbrigðisstofnunum 2022 Lauk störfum 30. des. 2022
Verkefnahópur um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu 2022 Lauk störfum 22. des. 2022
Þverfaglegur starfshópur vegna reglu-
gerðar um bótaskylda atvinnusjúkdóma
2021 Lauk störfum 25. nóv. 2022
Vinnuhópur um myndgreiningarþjónustu 2022 Lauk störfum 10. júní 2022
Starfshópur sem hefur það verkefni að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn 2021 Lauk störfum 19. maí 2022
Stýrihópur til að halda utan um framgang þeirra aðgerða sem starfshópur um geðrækt í skólum skilaði af sér 2021 Lauk störfum 6. apríl 2022
Starfshópur um stofnun þverfaglegrar og ráðgefandi siðanefndar um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu 2021 Lauk störfum 4. apríl 2022
Stýrihópur vegna innleiðingar DRG í íslenska heilbrigðiskerfinu 2021 Lauk störfum 5. maí 2022
Stýrihópur sem vaktar óbein áhrif COVID-19 á lýðheilsu 2021 Lauk störfum 7. feb. 2022
Starfshópur sem falið er að skrifa drög að nýjum heildarlögum um sóttvarnir 2021 Lauk störfum 31. jan. 2022
Starfshópur um COVID-greiningar 2021 Lauk störfum 10. júlí 2021

     3.      Hefur ráðherra skoðað að leggja niður nefndir? Ef svo er, hvaða nefndir?
    Nefndir og starfshópar sem ráðherra skipar tímabundið til ákveðinna verka eru lagðar niður þegar þær hafa lokið störfum. Af lögbundnum nefndum er áformað að leggja niður sóttvarnaráð samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra til nýrra sóttvarnalaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Samkvæmt frumvarpinu verður skipað nýtt fjölskipað stjórnvald, þ.e. farsóttanefnd.